![]() |
Netfang: simamenn@simamenn.is Sími: 580-5200 Fax: 580-5220 |
Trúnaðarmenn Fís |
Miðvikudagur, 30. ágúst 2017 |
Breytingar á trúnaðarmönnum hjá FÍS í sumar. Svandís Elín Kristbergsdóttir sem hefur starfað sem trúnaðarmaður í þjónustuveri Símans hefur hætt störfum og þökkum við henni fyrir gott starf fyrir félagið síðustu ár. Við munum í kjölfarið finna nýjan trúnaðarmann í hennar stað. Einnig hafa orðið breytingar hjá JÁ hf en þar hefur Ragnheiður Lilja Guðmundsdóttir verið trúnaðarmaður undanfarin ár en nú breytt um starfsvettvang og þökkum við henni fyrir gott starf fyrir félagið síðustu árin. Hjá JÁ hf mun Sunna Sveinsdóttir taka við starfi trúnaðarmans af Ragnheiði og óskum við henni til hamingju með það og hlökkum til að vinna með henni. Við höfum verið heppin með trúnaðarmenn sem hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið og erum við gríðalega þakklát fyrir það.
Stjórn FÍS |