Netfang: simamenn@simamenn.is Sími: 580-5200 Fax: 580-5220 |
Skrifað undir sameiningu FÍS og FTF |
Föstudagur, 15. nóvember 2024 |
Skrifað undir sameiningu FÍS og FTF Sameining Félags íslenskra símamanna og Félags tæknifólks var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk föstudaginn 8. nóvember sl. Stofnfundur sameinaðs félags FTF og FÍS var haldinn á Stórhöfða 31 í hádeginu í dag, 11. nóvember. Eftir sameininguna eru um 2.200 manns í hinu sameinaða félagi. Eins og fram hefur komið hafa stjórnir FTF og FÍS unnið þétt saman að undirbúningi sameiningarinnar. Jakob Tryggvason, formaður FTF, segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að þétta raðirnar. Haraldur Örn Sturluson, formaður FÍS, leggur áherslu á að FÍS sé ekki að hverfa heldur ganga til liðs við öflugt og stækkandi félags fólks sem starfar í tengdum greinum. Félagsfólki eru færðar þakkir fyrir þátttöku í atkvæðagreiðslunni og stjórnum félaganna er þakkað fyrir það vinnuframlag sem innt hefur verið af hendi. |