Hafa samband

Sendu okkur línu Netfang: simamenn@simamenn.is
Sími: 580-5200
Fax: 580-5220
Skrifað undir sameiningu FÍS og FTF
Föstudagur, 15. nóvember 2024

Skrifað undir sameiningu FÍS og FTF

Sameining Félags íslenskra símamanna og Félags tæknifólks var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk föstudaginn 8. nóvember sl.
Samtals greiddu 317 atkvæði í kosningunni. 258 samþykktu sameininguna eða 81,4%.

Bæði félög samþykktu sameininguna með miklum meirihluta atkvæða.

Stofnfundur sameinaðs félags FTF og FÍS var haldinn á Stórhöfða 31 í hádeginu í dag, 11. nóvember.
Þar voru endanlegir samningar um ráðstöfun eigna og skuldbindinga milli FÍS og FTF annars vegar og FÍS og RSÍ hins vegar undirritaðir.

Eftir sameininguna eru um 2.200 manns í hinu sameinaða félagi.
Á meðal þess sem til stendur er að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á hinu nýja félagi.
Hún verður auglýst síðar.

Eins og fram hefur komið hafa stjórnir FTF og FÍS unnið þétt saman að undirbúningi sameiningarinnar.
Auk allsherjaratkvæðagreiðslunnar og þeirra samninga sem hér eru nefndir liggur fyrir samþykkt tveggja aðskildra aðalfunda.

Ferlið hefur verið yfirfarið og samþykkt af endurskoðanda beggja félaga og unnið í samræmi við reglur og hefðir RSÍ og ASÍ.

Jakob Tryggvason, formaður FTF, segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að þétta raðirnar.
„Stærra og öflugra félag mun öðlast meiri slagkraft við samningaborðið – hvort sem við erum að fást við kjaramál eða ræða hagsmunamál okkar á öðrum vettvangi.

Við viljum efla þjónustu við félagsfólk og virkja okkar fólk til þátttöku í starfi hins nýja félags.“

Haraldur Örn Sturluson, formaður FÍS, leggur áherslu á að FÍS sé ekki að hverfa heldur ganga til liðs við öflugt og stækkandi félags fólks sem starfar í tengdum greinum.
„Við höfum búið svo um hnútana að sögu FÍS og merkjum verður haldið á lofti um ókomna tíð,“ segir hann.

Félagsfólki eru færðar þakkir fyrir þátttöku í atkvæðagreiðslunni og stjórnum félaganna er þakkað fyrir það vinnuframlag sem innt hefur verið af hendi.
Þá er félagsfólki óskað til hamingju með sameininguna.

7874704c-3c39-4687-98de-1050f110a137