Rafiðnaðarsambandið hefur tekið í notkun rafrænt umsóknarkerfi, „Þjónustusíður“ sem á að einfalda félagsmönnum að sækja um styrki, fylgjast með upplýsingum um greiðslu iðgjalda, þ.e. hvort þau séu greidd eða ógreidd, upplýsingar um punktastöðu í orlofskerfi osfrv. Við viljum biðja félagsmenn að uppfæra persónuupplýsingar á „mínum síðum“ sé þess þörf. Mikilvægt er að upplýsingar séu réttar þegar sótt er um styrki, sérstaklega bankaupplýsingar.
Til að komast inn á þjónustusíðuna, þarf að smella á hlekkinn „ÞJÓNUSTUSÍÐUR“ á heimasíðunni. Innskráning er með íslykli.