Kjarasamningur Fís við Símann og dótturfélög samþykktur |
Miðvikudagur, 28. október 2015 |
Niðurstaða liggur fyrir í kosningu kjarasamnings Fís við Símann og dótturfélög og var meirihlutinn sem samþykkti samningin.

|
Kynning á kjarasamning FÍS við Símann og dótturfélaga |
Föstudagur, 16. október 2015 |
Kynningar verða mánudaginn 19,10,2015 á innihaldi kjarasamning Félags íslenzkra símamanna sem undirritaður var 14,10,2015 við Símann og dótturfélög.
Á Akureyri verður kynning kl. 09:00 í fundarsal hjá Símanum Glerártorgi
Í Reykjavík þá eru kynningar kl. 14:30 og 15:00 í kennslustofunni á 1.hæð í Ármúla 25
Hvetjum alla félagsmenn FÍS að mæta og kynna sér innihald kjarasamnings |
Kjarasamningur Fís við Símann og dótturfélög |
Miðvikudagur, 14. október 2015 |
Skrifað var undir kjarasamning við Símann og dótturfélög eftir hádegi í dag 14,10,2015
Innihald kjarasamningsins verður síðan kynnt á næstu dögum og fer kosning í gang í kjölfarið af því .
|
Staða kjarasamninga hjá Fís |
Þriðjudagur, 22. september 2015 |
Til upplýsinga fyrir félagsmenn í Fís sem falla undir kjarasamning Fís við Símann.
Kjarasamningurinn er við Símann, Mílu og dótturfélög Símans. Samninganefnd hjá Fís hefur verið að vinna að því hörðum höndum undanfarna mánuði að gera nýjan kjarasamning við Símann, viðræður eru í gangi við Símann en ekki komin niðurstaða .
Þegar samningur hefur verið undirritaður verður farið í kynningar og í kjölfar af því í kosningu, kosning stendur yfir í 10 daga. Það er því ljóst að við munum ekki klára þennan kjarasamning fyrir þessi mánaðarmót.
Baráttukveðjur frá samninganefnd Fís.
|
Kjarasamningur Fís við JÁ samþykktur |
Fimmtudagur, 10. september 2015 |
Kjarasamningur Fís við Já hefur verið samþykktur af félagsmönnum og var niðurstaðan 100% já við samningnum.
Kjarasamningur var undirritaður 24. ágúst 2015 og gildir frá 1. maí 2015 og til 31. desember 2018
Innihald kjarasamnings í stuttu máli er eftirfarandi .
Laun hækka 1 maí ár hvert á meðan samningurinn heldur gildi sínu , samningurinn hefur forsenduákvæði sem innifelur meðal annar í sér að kaupmáttur launa hafi aukist, kjarasamningar hafi verið stefnumótandi og stjórnvaldsákvarðandi hafi fram. Hafi einhver forsenda ekki staðist þá getur annar hvor samningsaðilinn sagt kjarasamningum lausum eða leitað leiða til að stuðla að framgangi markmiða kjarasamnings
Launaþróum á samningstímanum.
Laun hækka um 27.000.kr 1 maí 2015
Laun hækka um 5.5% eða að lágmarki 15.000.kr 1 maí 2016
Laun hækka um 4.5% 1 maí 2017
Laun hækka um 3% 1 maí 2018
Lágmarkstekjutrygging verður 300.000 kr. 2018 og nær til Já hf þar sem við á.
Orlofsuppbót
Á árinu 2015 kr. 42.000 (6,3% hækkun frá 2014)
Á árinu 2016 kr. 44.500
Á árinu 2017 kr. 46.500
Á árinu 2018 kr. 48.000
Desemberuppbót
Á árinu 2015 kr. 87.100 (6,1% hækkun frá 2014)
Á árinu 2016 kr. 91.500
Á árinu 2017 kr. 96.000
Á árinu 2018 kr. 100.000
Heildarsamningur verði gefinn út eigi síðar en 1. nóvember 2015
|
Staða kjarasamninga hjá Fís |
Miðvikudagur, 26. ágúst 2015 |
Í sumar hefur Fís verið í samningaviðræðum við Símann og við JÁ .
Undirritaður hefur verið kjarasamningur við JÁ og verður hann kynntur starfsmönnum föstudaginn 28 ágúst og fer í gang atkvæðagreiðsla í kjölfar fundarins . Eftir fundinn munum við kynna meginmál ný undirritaðs kjarasamnings .
Fís er enn viðræðum við Símann og ekki komin niðurstaða þar . |
Fimmtudagur, 14. maí 2015 |
Félag íslenzkra símamanna vill benda á í kjölfar fréttar á síðu Rafðinaðarsambands Íslands að okkar félagsmenn eru EKKI á leiðinni í verkfall eins og staðan er í dag heldur einungis þau félög sem upp eru talin í fréttartilkynningu á rafis.is
Við erum ekki komin á þann stað með okkar samning , markið okkar er að ná fram betri kjörum fyrir okkar félagsmenn og það eitt tekur tíma |
Aðalfundur Fís / breyting á stjórn |
Fimmtudagur, 23. apríl 2015 |
Aðalfundur Fís var haldin 22.04.15 að Stórhöfða 31
Mæting á fundinn var nokkuð góð og áhugi mættra félagsmanna mikill,
Á fundinum var lesin upp skýrsla stjórnar og reikningar félagsins , engar athugasemdir bárust vegna þeirra. Grétar Guðmundsson lætur af stöfum sem formaður Fís og kvaddi félagið á fundinum, honum var færð kveðjugjöf frá félaginu og eigum við eftir að sakna hans krafta í félagsmálum Fís . Grétar hafði starfað við félagsmál frá unga aldri og byrjaði sem trúnaðarmaður og sinnti hinum ýmsu trúnaðarstöfum fyrir félagið og núna síðustu ár sem formaður félagsins ,stjórnin vill óska Grétar alls hins besta í framtíðinni og þakkar góð kynni á undanförnum árum. Stjórnin fær inn í stað Grétars flottan félagsmann hann Trausta Þór Friðriksson og hlakkar til að starfa að félagsmálum með honum, varaformaður var tilnefndur í sæti formanns til eins árs þar sem kosið er í stjórn á 2ja ára fresti og næsta kosning 2016 , tilnefning nýs formanns og nýs stjórnarmanns var samþykkt á fundinum. Nýr formaður er Birna Dögg Gränz og hlakkar hana til að takast á við þetta verkefni og er þakklát fyrir þetta tækifæri og að vinna með sitjandi stjórn
Fráfarandi stjórn



Fráfarandi formaður Fís Grétar Birkir Guðmundsson

|
Föstudagur, 17. apríl 2015 |
Aðalfundur Félags íslenzkra símamanna 2015 verður haldin að Stórhöfða 31 1.hæð ( gengið inn að neðanverðu)
Miðvikudaginn 22,apríl kl. 18:10
Dagskrá:
1. Venjulega aðalfundarstörf:
a. Skýrsla stjórnar
b. Reikningar félagsins
c. Kosningar
2.Kosning fulltrúa á Þing RSÍ
3.Önnur mál

|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 3 af 4 |