Kjarasamningur Fís við Já hefur verið samþykktur af félagsmönnum og var niðurstaðan 100% já við samningnum.
Kjarasamningur var undirritaður 24. ágúst 2015 og gildir frá 1. maí 2015 og til 31. desember 2018
Innihald kjarasamnings í stuttu máli er eftirfarandi .
Laun hækka 1 maí ár hvert á meðan samningurinn heldur gildi sínu , samningurinn hefur forsenduákvæði sem innifelur meðal annar í sér að kaupmáttur launa hafi aukist, kjarasamningar hafi verið stefnumótandi og stjórnvaldsákvarðandi hafi fram. Hafi einhver forsenda ekki staðist þá getur annar hvor samningsaðilinn sagt kjarasamningum lausum eða leitað leiða til að stuðla að framgangi markmiða kjarasamnings
Launaþróum á samningstímanum.
Laun hækka um 27.000.kr 1 maí 2015
Laun hækka um 5.5% eða að lágmarki 15.000.kr 1 maí 2016
Laun hækka um 4.5% 1 maí 2017
Laun hækka um 3% 1 maí 2018
Lágmarkstekjutrygging verður 300.000 kr. 2018 og nær til Já hf þar sem við á.
Orlofsuppbót
Á árinu 2015 kr. 42.000 (6,3% hækkun frá 2014)
Á árinu 2016 kr. 44.500
Á árinu 2017 kr. 46.500
Á árinu 2018 kr. 48.000
Desemberuppbót
Á árinu 2015 kr. 87.100 (6,1% hækkun frá 2014)
Á árinu 2016 kr. 91.500
Á árinu 2017 kr. 96.000
Á árinu 2018 kr. 100.000
Heildarsamningur verði gefinn út eigi síðar en 1. nóvember 2015
|